Mán.- Fim kl. 8:00 – 17:00
Föstudagar kl. 8:00 – 16:00
Lokað um helgar.
Byrjaðu sumarið á smuri !
Við leggjum metnað okkar í vandaða og góða þjónustu og að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Gerum við allar gerðir bíla. Áralöng reynsla og mikil þekking. Höfum sérhæft okkur í Toyota bifreiðum síðan 1995.
Þá erum við orðin viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Toyota á Íslandi. Skrifuðum undir föstudaginn 13. maí og erum 13 verkstæðið sem býður upp á þessa þjónustu. Langt og strangt ferli að baki og erum við hrikalega stolt af starfsfólki okkar.
Umhverfismál eru okkur hugleikinn og viljum við vera samfélagslega ábyrg, því höfum við reiknað út kolefnisspor okkar og gert samning við Kolvið um að planta trjám til að kolefnisjafna rekstur ársins 2020 sem og næstu árin.
Við vinnum samkvæmt ISO 14001:2015 umhverfisstjórnunarstaðli og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir mengun og draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.
Fengum skemmtilega heimsókn í sumar frá Borg&Beck Englandi ásamt fríðu föruneyti.
Árið 2020 urðum við 25 ára ! Þökkum frábærum viðskiptavinum okkar fyrir tryggðina í gegnum árin.
Toyotan fær þvott og dekur á meðan fjölskyldan skemmtir sér.
Grill, sumargjafir og gaman.
Við gerum við allar tegundir bifreiða og erum viðurkenndur þjónustuaðili Toyota á Íslandi. Vinnum skv. ISO14000 umhverfisstjórnunarstaðli.
Við erum með sex lyftur og náum því að anna mikilli eftirspurn, auk þess hjólastillum við bifreiðar og erum með smurþjónustu.
Bifreiðaverkstæði Kópavogs var stofnað árið 1995 af Auðunni Ásberg Gunnarsyni. Fyrir nokkrum árum kom svo eiginkonan inn í reksturinn og í dag starfa ásamt þeim sex bifvélavirkjar og einn skutlari/sendiherra. Þessi hópur leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð og að veita afburða góða þjónustu.
Gerum einnig við allar gerðir bíla. Áralöng reynsla og mikil þekking!